Afmæli – Stefán

Vitið hvað?! Ég á afmæli í dag!! Ég er orðinn tveggja ára. Ég er búinn að fá allavega tvær afmælisgjafir, trukk frá ömmu Mæju og svo gáfu Melkorka systir mín og Hulda vinkona mín mér jeppa! Mér finnst þetta rosalega flottar afmælisgjafir enda eru bílar mitt aðal...

Skammarstrik – Stefán

Ég verð að játa að ég er svolítill grallari stundum… en á laugardagsmorguninn voru mamma og Anna steinsofandi í rúminu og mér leiddist… Pabbi fór snemma í vinnuna og fékk sér morgunmat en gleymdi að setja stólinn upp á borð. Mamma og pabbi gera það alltaf...

Heiti potturinn [Stefán]

Ég fór í heimsókn til Óla frænda míns og Óskar konu hans um daginn og fékk að fara í heitapottinn þeirra. Mamma var með myndavélina sína og bæði mamma og pabbi tóku myndir af mér… Ég fékk líka að skoða marga bíla í heimsókninni og fékk meira að segja að leika...

Vá! [Stefán]

Ég er búin að segja mömmu að hún megi ekki gleyma að skrifa hérna. Ég gæti svo sem alveg skrifað sjálf en ég er bara alltaf úti að leika mér við vinkonur mínar. Kannski þegar mamma er búin að setja forritið sem ég þarf inn á tölvuna hennar Marínar, þá get ég farið að...

Lasinn – [Stefán]

Ég er búinn að vera smá lasinn, með ælupest og með ó ó í mallanum mínum. Mér finnst undarlegt hvernig allt getur bara komið út úr munninum mínum bara svona allt í einu. Og ég geri ekki neitt… þetta bara kemur! Ég verð að segja að þetta er alveg stórfurðulegt og...
Anna – [Stefán]

Anna – [Stefán]

Vitið bara hvað? Ég er orðinn stóri bróðir! Ég er ekki alveg að skilja hvernig þetta gerðist en mamma og pabbi og systkini mín eru búin að vera að tala um að það hafi verið barn inni í bumbunni á mömmu, og svo núna þá segja þau að barnið sem liggur inni í litla...