Uppfærsla

Síðustu daga höfum við verið að uppfæra hjá okkur. Stýrikerfið á vefþjóninum var orðið nokkuð úrelt og var því skipt út fyrir nýjasta nýtt. Þetta á að tryggja aukið öryggi, þar sem nokkrar öryggisholur voru komnar fram sem erfitt var að loka í gamla kerfinu. Nú er það...

Smá skilaboð

Ég er aðeins að fikta í síðunni þannig að það geta komið fram fullt af leiðinda villum…. Vildi bara láta vita af því…. 🙂

Hér sé líf….

Það hefur skelfilega lítið verið bloggað hérna undanfarið.  Þetta ku víst vera fyrsta blogg ársins!   Það er svosem ekkert mikið að ske hérna, annað en þetta vnejulega, vinna, borða, sofa, þannig að lífið hérna hefur kannski ekki gefið okkur mikið tilefni til...

Jól 2007

Hér eru allir liggjandi í leti, með skál af nammi sér við hlið.  Það er bara eins og það á að vera, er það ekki?  Við vonum að allir sem  þetta lesa eigi gleðileg jól og óskum öllum jafnframt hamingju og farsældar á komandi ári… Til þeirra sem áhuga hafa má geta...

Nýja starfið húsbóndans.

Hjörtur hefur störf á nýjum stað. Hættur að smíða alla daga, og kominn í sparigallanum inn á Veðurstofu. Hvað þar á að gera er ekki alveg ljóst, en vitað að það er tölvutengt á einhvern hátt, allavega er starfsheitið Kerfisstjóri. Þetta bar allt afar brátt að. Í...

Endurbætur á baði

Nú lét karlinn verða af því og flotaði og flísalagði baðherbergið. Við skruppum í Byko og fundum svona ljómandi fallegar flísar. Þær voru bornar heim ásamt öllu tilheyrandi, og  byrjað að rífa allt út af baðinu. Síðan hófst uppbyggingin. Fyrst þurfti að flota í gólfið...

Búið að skíra

Jæja, nú er búið að skíra hana Arnbjörgu.  Það lá auðvitað beinast við að gera það bara hérna heima í stofu. Hún var jú getin heima og fædd heima.  Nánustu ættingjar, langömmur, ömmur,afar, systkini foreldranna og þeirra börn voru viðstödd, og með heimillisfólkinu...

Breytingar í gangi

Nú er ég að vinna í því að uppfæra kerfið sem er á bak við vefrun.com.  Undirbúningurinn að þessu hefur tekið dágóðan tíma og skýrir líka bloggleysið hjá mér þar sem ekki var hægt að skrifa blogg á meðan.   Uppfærslunni er ekki alveg lokið ennþá en það verður gert...

Afmæli

Hún Marín okkar á afmæli í dag.  Núna er hún orðin 17 ára. Það er ótrúlegt því það er svo stutt síðan hún var bara oggolítil písl sem saug þumalputtann. Til hamingju með afmælið elskan mín og haltu áfram að vera sama dúllan og þú hefur alltaf...

Verslunnarmannahelgin

Þetta verður stutt blogg í dag og aðal efnið er þessi mynd sem náðist af óhappi sem varð á flugeldasýningunni á Akureyri. Aðrar myndir koma seinna en þær eru því miður ekki komnar í hús þar sem myndavélin var tæmd á nýju fartölvuna hennar...