Henni Öddu okkar finnst afskaplega gaman að syngja (eins og stóru systrum hennar, Marínu og Melkorku) og reindar er hún alltaf syngjandi.  Stundum situr hún líka fyrir framan flygilinn og spilar og syngur.  Ég á enn eftir að ná því á mynd, en ég fékk að taka eitt stutt myndband í dag þar sem hún var að syngja uppi í herberginu hennar Melkorku. Þetta er lag sem hún Melkorka hefur mikið sungið og eitt af þeim lögum sem Öddu finnst afskaplega gaman að syngja.

Takið sérstaklega eftir handahreyfingunum hjá henni, þ.e.a.s. þegar það lítur út eins og hún sé að setja hárið bakvið eyrað…. Þetta gerir hún mjög oft eftir að hún hefur sungið háan tón. 🙂