Af fólki:

Hjörtur er alltaf að vinna inni á Veðurstofu, ýmist í kerfisstjórn, eða sem eftirlitsmaður á vakt. Nóg er að gera í kerfisstjórn þar sem sinna þarf allmörgu við sameiningu Veðurstofunnar og Vatnamælinga í eina stofnun.

Sigrún er komin á leikskóla.

Kannski var kominn tími til að hún færi í leikskóla. Vinnan þar leggst vel í hana, margt skemmtilegt að læra og gera.

Stefán er alsæll í leikskólanum, þar sem hann byrjaði í fyrrasumar, en nú nýlega fékk Anna einnig pláss á sama leikskóla, þó á annarri deild sé. Adda er komin með loforð um pláss á leikskólanum, en það verður þó ekki fyrr en í sumar, þó ekki sé enn ljóst hvort það verður fyrir eða eftir sumarleyfi. Þangað til verður hún hjá LIndu sinni.

Melkorka og Birkir unglingast. Ekki þarf að fjölyrða um það.

Helgi heldur sig mest fyrir austan með Lilju sinni. Vinnur hjá Búaðföngum á Stórólfsvelli og býr ýmist hjá Helgu og Simma, eða ömmu sinni og afa á Akri.

Af fé:

Hundurinn er fluttur að heiman.

Öfugt við allmarga hunda sem hafa “flutt í sveitina”, þá flutti okkar hundur í þéttbýlið.

Marín og Valdi tóku Tinnu nefnilega til sín í vetur, og býr hún í þeirra einkarekna 3ja herbergja dýragarði.

Sem sagt: Allt í dandalafínu standi.