Eiginlega ætti ég að vera að þurka af og taka til í húsinu en rassinn minn er bara ekki að vilja lyftast frá stólnum þessa stundina.   Eina hljóðið sem ég heyri er suðið í uppþvottavélinni en annars er afskaplega hljótt.

Marín og Valdi komu hérna í gær og höfðu á brott með sér Melkorku, Stefán og Önnu,  og Hjörtur og Adda eru saman úti í bílskúr að ditta að öldungnum (bifrieð heimilisins).  Birkir er á sínum stað, hjá Árna frænda sínum…

Já… því er ég eiginlega bara ein í kotinu eins og stendur….

Fyrir þá sem ekki vita ákvað ég að fara að vinna á leikskóla sl. haust,…   Hluti af starfinu er að finna nýjar hugmyndir um það sem hægt er að gera með börnunum.  Um daginn var mér bennt á skemmtilega vefsíðu um tónlist.  Ég hef afskaplega gaman af því að syngja með börnunum og því hef ég verið að skoða þessa síðu af miklum ákafa og spilað myndskeiðin og lögin til að læra þau.

Margt af þessu er reindar meira fyrir eldri börn en þau sem ég er að vinna með… mín eru, þau elstu rétt skriðin yfir 2ja ára afmælisdaginn…. en þau elska að syngja flest öll… tala nú ekki um… að dansa…  þannig að ég er búin að finna margar hugmyndir þarna sem ég (og við á deildinni) getum notað.

Nú er bara að vona að ég geri ekki alla í kring um mig (aðra á heimillinu) klikkaða á allri þessarri barnatónlist… 🙂