Hún Melkorka fékk að leika sér með fjarstýringuna mína.  Ég skellti myndavélinni upp á þrífótinn og stillti hana eftir kúnstarinnar reglum…

Það komu margar flottar, og sumar nokkuð skondnar, myndir út úr þessu…  Þetta urðu alls um 600 myndir.  Slatti af þeim var úr fókus eða á einhvern annan hátt ónothæfar sem er ekkert óvenjulegt við þessar aðstæður, en ég var eiginlega hissa hversu mikill fjöldi mynda kom út úr þessu.

Ég er ekki enn búin að vinna allar þær myndir sem ég vil vinna, en hérna eru samt nokkrar:

Melkorka having funMelkorka having funMelkorka having funMelkorka

Ég mun svo setja fleiri myndir úr þessarri töku síðar en áhugasamir munu geta skoðað þær á flickr