Síðustu daga höfum við verið að uppfæra hjá okkur.

Stýrikerfið á vefþjóninum var orðið nokkuð úrelt og var því skipt út fyrir nýjasta nýtt.

Þetta á að tryggja aukið öryggi, þar sem nokkrar öryggisholur voru komnar fram sem erfitt var að loka í gamla kerfinu.

Nú er það allt bætt.

Enn um sinn má búast við að eitthvað virki ekki sem best í vefjum okkar. Einhverjar síður kannski týndar, eða auðar, eða guð má vita hvað annað.

Þá er bara að senda okkur tölvupóst, benda á villurnar, og við lögum þær. Kannski. Ef við nennum því. Það er nefnilega sumar, og ekki alveg gefið að það sé álitið mikilvægast að sitja við tölvuskjá.