Hjörtur hefur störf á nýjum stað.

Hættur að smíða alla daga, og kominn í sparigallanum inn á Veðurstofu.

Hvað þar á að gera er ekki alveg ljóst, en vitað að það er tölvutengt á einhvern hátt, allavega er starfsheitið Kerfisstjóri.

Þetta bar allt afar brátt að. Í kringum 15 nóv hringdi síminn og var það tölvudeildarstjórinn að spyrja hvort karlinn væri til í að koma í vinnu hjá hinu opinbera. Fyrir sakir kulda og bleytu þann daginn var viljinn meiri en oft annars, og var samningum fram haldið næsta dag og síðan aftur fáeinum dögum síðar, sem leiddi af sér að samningar náðust.

Karlinn skellir sér svo í sparigallanum í vinnuna 3. des.