Nú lét karlinn verða af því og flotaði og flísalagði baðherbergið. Við skruppum í Byko og fundum svona ljómandi fallegar flísar. Þær voru bornar heim ásamt öllu tilheyrandi, og  byrjað að rífa allt út af baðinu.

Síðan hófst uppbyggingin. Fyrst þurfti að flota í gólfið til að jafna það út, og fylla upp í “fúgurnar” í munstursteypunni sem var á gólfinu.

Því næst tók við flísalögnin. Til eru ýmsar misauðveldar og fljótlegar aðferðir, og var að sjálfsögðu valið að fara þá erfiðustu og tímafrekustu. Árangurinn er sá að gólfið er nú hreinlega svakalega flott, allt lagt í 45° með slíkum skurði sem því fylgir.

Næst er síðan að parketleggja afganginn af neðri hæðinni. Það er svipað at, þarf bara meira af öllu, sérstaklega peningum.