Jæja, nú er búið að skíra hana Arnbjörgu.  Það lá auðvitað beinast við að gera það bara hérna heima í stofu. Hún var jú getin heima og fædd heima.  Nánustu ættingjar, langömmur, ömmur,afar, systkini foreldranna og þeirra börn voru viðstödd, og með heimillisfólkinu urðu þetta 50 manns.

Því miður gleymdi ég alveg að taka upp myndavélina og því á ég engar haldbærar ljósmyndir til að sýna.  Ég auglýsi því hér með eftir myndum að skírnarbarninu, og líka öðrum myndum úr veislunni.