Nú er ég að vinna í því að uppfæra kerfið sem er á bak við vefrun.com.  Undirbúningurinn að þessu hefur tekið dágóðan tíma og skýrir líka bloggleysið hjá mér þar sem ekki var hægt að skrifa blogg á meðan.   Uppfærslunni er ekki alveg lokið ennþá en það verður gert eftir því sem tími vinnst til.

Í sumar festi ég kaup á léninu vefrun.net og mun það fá það hlutverk að birta svona yfirlit yfir það helsta sem er að gerast á vefjunum okkar.    …en eins og allt annað þá  verður það bara að bíða þar til tími vinnst til.