Það verður að segjast að ég hef ekki verið í miklu blogg stuði nýlega. Hins vegar hef ég, þegar ég á lausan tíma, verið að vinna í vefumsjónar kerfinum mínu og bæta það. Annars er alveg nóg að gera á öllum vígstöðvum og þá ekki síst bara að sinna móðurhlutverkinu þó svo að núna síðastliðna daga hafa bara 4 börn verið heima.

Valdi og Marín fóru norður um síðustu helgi og tóku hana Melkorku með. Hún fékk svo að verða eftir hjá ömmu og afa á Svalbó og þar hefur hún verið síðan.

Í morgun var farið með Arnbjörgu og Önnu í Keflavíkina en þar áttu þær systur að mæta til læknisins í ungbarnaeftirlitinu.

Arnbjörg er nú orðin 4190 gr og 56 sm. Hún er afskaplega góð stúlka, sefur þegar hún að að sofa og drekkur og kúkar eins og herforingi. Hún er líka farin að hjala og brosa til okkar og æfa sig í því að bræða okkur hérna.

Anna fékk sína skoðun líka, en hún reindist vera 13.800 gr og 91,5 sm.

Birkir og Stefán voru bara heima á meðan og pössuðu hvorn annan.