Héðan er allt gott að frétta… Helgi, sem er búin að vera fyrir norðan í vinnu á Réttarhóli hjá afa sínum kom í Vogana seint á miðvikudagskvöld. Hann hafði þá ekki enn séð hana Arnbjörgu og þess vegna fékk að fara í nokkurra daga frí.

Þegar Marín kom í Vogana líka notuðum tækifærið og stilltum barnahópnum okkar upp í stofunni og tókum slatta af myndum. Ég mun setja þær inn fljótlega, eða allavega hluta af þeim, en læt duga í bili að láta eina þeirra fylgja með þessarri bloggfærslu.

Arnbjörg litla gerir allt sem hún að gera; sofa, drekka og kúka. Hún spallar líka dálítið við alla þá sem vilja og ég er ekki frá því að hún setji upp bros öðru hverju ásamt með einstaka “Gruhh” hljóði. Hún virðist gera þetta mest þegar hún Melkorka er í augsýn en einnig er hún mjög hrifin af honum Stefáni… og hann af henni.

Stefán má ekki heyra hljóð frá henni, þá er hann annað hvort komin til hennar til að athuga hvað sé að angra hana eða skipar einhverjum að fara nú að hugsa um hana.

Síðast liðinn fimmtudag kom hún Karítas með storkapokan sinn og viktaði Arnbjörgu. Þá var hún orðin 3750 gr og hefur því þyngst vel síðan hún fæddist. Það verður gaman að sjá hvað hún hefur þyngst næst þegar hún verður viktuð en Karítas ætlar að koma aftur næsta fimmtudag.