Dóttirin litla hefur fengið nafnið Arnbjörg.
Ekki er aumt að vera nefnd í höfuðið á langömmu sinni. Til að vera viss hringdum við í Öddu ömmu og fengum formlegt leyfi fyrir því að nefna eftir henni.

Þar sem engin önnur stúlka hefur verið nefnd eftir ömmu ættarlauk, héldum við kannski að það væri ekki vel séð, en öðru var nú nær.
Adda amma taldi þetta heiður hinn mesta og tók hugmyndinni fagnandi.

Þeir sem vilja sjá fleiri myndir af dömunni geta gramsað í ljósmyndavefnum, þar er ýmislegt að finna úr ljósmyndasafninu okkar.