Við erum nú farnin að bíða eftir því að littli bumbubúinn ákveði að hætta að vera bumbubúi. (Tja eða öllu heldur að móðir náttúra ákveði það).

Samkvæmt útreikningum á litla krílið að koma í heiminn næstkomandi laugardag.

Stefán Andri heldur því fram að fyrst mamma geti verið með barn í bumbunni, þá er mamma í bumbunni hans.

Stefán: Þú ert með stóra bumbu!
Mamma: Já, ég er með barn í maganum.
Stefán: Vá! er það?!Nokkru síðar:
Stóra systir Stefáns: (kitlar hann í mallan ) Bumba!
Stefán: Já, ég veit, ég er með mömmu í bumbunni!

Eftir þetta talar hann oft um að mamma sé í bumbunni hans og finnst það bara hið allra eðlilegasta mál.

Hann er greinilega voða mikið að spá í þessu og spyr oft hvort barnið sé komið, eða hvort það sé ekki að “koma núna”. Einhvern morguninn í vikunni þegar hann vaknaði sá hann ekki bumbuna á mömmu (hún var falin undir sænginni) og spurði því með smá áhyggjusvip á andlitinu; “Hvar er barnið?”….