40 vikur + 2 dagar

Jæja, þá er kominn mánudagur 30. apríl og ekkert að gerast hérna…. Það þíðir líklegast það að ekki kemur þessi bumbubúi til með að fæðast í þessum mánuði. Maí er reindar líka ágætis mánuður samt en ég á nú þegar eitt barn sem er fætt í maí og var þess vegna að...

40 vikur + 1 dagur

Þetta er bara svona “snögg blogg” fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með bumbubúanum… Það er bara ekkert að gerast hérna, þrátt fyrir göngutúra, snúðabakstur og tiltektir… Það er því ekkert annað að gera en að halda áfram að...

Dagurinn runninn upp

Áætlaður fæðingardagur er í dag, þannig að við skulum vona að eitthvað fari að gerast. Ekki það að ég hafi átt á þessum degi í fyrri fæðingum samt. Það voru bara Marín (2 vikur fyrr) og Melkorka (2 dagar fyrr) sem komu áður en þeirra dagur rann upp en hin létu öll...

Hitt og þetta

Við erum nú farnin að bíða eftir því að littli bumbubúinn ákveði að hætta að vera bumbubúi. (Tja eða öllu heldur að móðir náttúra ákveði það). Samkvæmt útreikningum á litla krílið að koma í heiminn næstkomandi laugardag. Stefán Andri heldur því fram að fyrst mamma...
Ferming Birkis

Ferming Birkis

Í dag var Birkir fermdur. Athöfnin var í Kálfatjarnarkirkju, undir tryggri stjórn klerksins Carlosar, með dyggri aðstoð Jóa meðhjálpara. Krakkarnir, 5 að tölu, 4 sætar stelpur auk Birkis, stóðu sig vel og allt gekk þetta ljómandi vel. Að aflokinni athöfn var herjað...