Það er nú orðið alllangt síðan við skrifuðum eitthvað hérna. Aðalástæðan er nú sú að við (eða ég, Sigrún) hef verið að vinna í því að koma upp mínu eigin kerfi til að nota við bloggið og/eða halda utanum allan vefinn.

Þó svo að þó nokkur vinna sé eftir hér og þar þá ákvað ég að byrja að nota kerfið mitt á þessum vef, allavega svona til reinslu.

Ef allt gengur að óskum og eingin óyfirstíganleg vandamál koma upp þá munu aðrir vefir í okkar eigu einnig fá að nota þetta kerfi. Það er kannski meira spurning um tíman sem þarf til að koma þessu öllu í gagnið en það hefur verið nóg að gera í vinnunni að undanförnu. Og það er auðvitað bara gott mál.

Vonandi tekst mér líka að setja upp a.m.k. eitt nýtt skinn fljótlega en maður er alltaf að búa þau til svona inná milli vinnu og annarra starfa.

Til þeirra sem pæla í valid kóðum og slíku… ég veit að það er slatti af villum í þessu hjá mér ennþá en það er líka allt að koma og mun verða 100% (vonandi) innan skamms.