Gleðileg jól öll saman.

Að vanda höfum við etið, drukkið og slappað af yfir hátíðarnar.
Í dag tók ég síðan synina eldri með mér í smá at úti í bílksúr.
Við lukum við trésmíðar á nýju skrifstofu húsmóðurinnar, og undirbjuggum frekari framkvæmdir við að gera bílskúrinn nothæfan sem bílskúr.

Á morgun er ætlunin að renna í hurðaþjónustuna og athuga með nýju hurðarnar sem búið er að lofa, og kannski þær fáist á næstu dögum svo hægt sé að fara að setja þær í.
Vinna verður eitthvað af skornum skammti nú á milli jóla og nýárs, og á það jafnt við um smíðar í tré og vef, nema hvað að Sigrún á von á einum sinna viðskiptavina í kaffi til skrafs og ráðagerða.
Sem sagt allt gott að frétta af okkur hér í Vogum.
Myndina sem ég læt fylgja með tók ég rétt áður en byrjað var að opna pakkana, og var Stefán aðeins farinn að líta á þá, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað þetta skrautlega dót undir jólatrénu væri.