Jæja. Loksins sest ég hérna niður enn og aftur til að reina að blogga. Internetið er reindar allt í molum þessa dagana og lítur út fyrir að það verði það eitthvað áfram. Þetta lén er að hluta til í útlöndum (eða DNS serverarnir) og þess vegna er hugsanlegt að vefurinn brenglist eitthvað vegna bilunnar í útlandasambandi.

Héðan er annars allt gott að frétta. Aðalfréttirnar eru kannski þær að þrátt fyrir ýtrekaðar yfirlýsingar um að frekari fjölgun mannkyns sé ekki á dagskránni þá er lengi von á einum.

Já, það er von á 7. afkvæminu á næsta ári. Ef áætlannir standast mun það líta dagsins ljós í kring um mánaðrmótin apríl maí. Við munum birta myndir hér á vefnum þegar við höfum þær undir höndum og ef internet samband leifir en þangað til, og ef ske kinni að vefurinn hverfi tímabundið af sjónarsviðinu, þá óskum við öllum lesendum nær of fjær gleðilegra jóla og fasrældar á komandi ári.