Héðan er allt gott að frétta. Anna hefur þó verið svoldið einmana þessa vikuna þar sem Stefán fékk að fara með pabba sínum upp í sveit í vinnuna. Annars er hún mun rólegri þegar hann er ekki heima þannig að það er allt mun auðveldara fyrir okkur sem eldri erum og meiri vinnufriður.

Hún Marín hefur verið dugleg að koma og heimsækja okkur og Anna verður allaf svo glöð á sjá hana. Á mánudagskvöldið komu þau, Marín og Valdi, og Anna vildi endilega máta úlpuna hennar systur sinnar. Meðfylgjandi mynd var tekin á meðan á þeirri athöfn stóð og akkúrat þegar þessi mynd var tekin heyrðist hávært geysp frá Tinnu, sem framkallaði þennan furðusvip á andlit snúllunnar.