Það er svo sem ekkert að frétta hérna en þar sem fólk er alltaf að ýja að því að maður sé ekki nógu duglegur við að skrifa og setja inn myndir þá er best að láta undan þrístingi í þetta skiptið.

Karlinn og frumburðurinn hafa verið að fara upp í Skorradal síðast liðnar fjórar vikur að smíða sumarbústað og við hérna, littlu stýrin, Stefán og Anna, og miðstýrin, Melkorka og Birkir erum bara heima og stundum okkar skóla, vinnu og leik af mikklum móð.

Marín býr hjá Valda sínum og stundar sinn skóla. Ég áhvað að skella inn hérna meðfylgjandi mynd sem var tekin um síðustu helgi þegar þau hjónaleysin komu í heimsókn, en eins og sést þá er stóra stúlkan mín komin með gleraugu sem munu vonandi minka hjá henni höfuðverk vegna bókalestrar í framtíðinni. Svo er hún líka bara dáldið krúttleg með þau á nebbanum. 😉

Þar sem vinnan mín hefur ekki verið mikil þessa vikuna þá hef ég verið að fikta svoldið við PHP og kannski þegar maður er orðin örlítið sleipari í þessu þá er náttúrulega stefnan að setja upp sitt eigið vefvinnslu kerfi sem á að halda utanum einhvern af þessum vefjum sem maður er allaf að setja upp. Veit þó ekki hvort ég noti þetta hér á blogginu þar sem ég bókstaflega elska kerfið sem ég er að nota núna. Það kemur þó í ljós síðar en þó líklega ekki fyrr en eftir nokkrur ár kannski… 😀