Í dag eru 16 ár síðan þessi stúlka fæddist. Dagurinn er reindar að kveldi kominn en ég varð bara að skella þessu inn hérna. 🙂

Ég uppgötvaði það að ég á eiginlega enga nýlega mynd af snúllunni en fann þessa innanum myndir úr afmælinu hennar Öddu ömmu sem var haldið í Ágúst. Ég varð að vinna þó nokkuð í þessarri mynd þar sem óbreytt var hún alltof mikið lýst og ákvað að skella henni svart hvítt þar sem það kom ekki nógu vel út að hafa hana í lit.

En… það er allavega kominn háttatími og þar sem ég er byrjuð að blogga aftur eftir þó nokkuð hlé er ekki ólíklegt að ég bloggi meira í fyrramálið…. hver veit…

Marín mín, ég vona að dagurinn þinn hafi verið góður 🙂 Knús til þín!