Jæja, við erum komnar heim á klakann. BiRRrr! Það er kalt hérna!

Raunar voru veðurguðir Danaveldis ekkert að sleppa sér í góðviðri þar sem þeir sendu okkur þó nokkuð af rigningu. Þó meiga þeir eiga það blessaðir að þeir sendu sólina á okkur líka og það var alla vega meiri hiti en hér.

Við kerlingarnar, Adda amma, Hildur, Björg og ég skemmtum okkur bara konunglega. Borðuðum (í óhófi), drukkum (í hófi), versluðum (í hófi held ég bara) og skoðuðum túristastaði og brugðum okkur í tívolí og dýragarðinn. Við meira að segja héldum okkar Eurovision Party með súkkulaði og öli.

Eiginlega var hápunkturinn á laugardagskvöldið þegar við fórum á ástralska veitingahúsið ReefN’ Beef. Þar var þjónustan frábær og maturinn enn betri, auk þess sem ég gæddi mér á krókódíl í fyrsta skipti á æfinni…. Raunar var það í fyrsta skipti á æfinni sem ég læt eitthvað svona framandi inn fyrir mínar varir…. svona eitthvað sem er ekki af þessu týpíska sveitabæjarkyni.

Ég tók auðvitað fullt af myndum…. eða alls um 310 stk. Fyrir þá sem hafa gaman af svoleiðis þá er hér hluti af þeim myndum sem teknar voru.