Vá vá vá! Vitiði hvað!?

Ég held að mamma og pabbi séu bara orðin eitthvað skrýtin. Í gær fór mamma út á Esso og sá risa kassa uppi í hillu. Þegar pabbi kom heim úr vinnunni sagði hún honum frá því sem hún sá og stuttu seinna fór pabbi út á Esso og kom heim með kassan!

Ég vissi reindar ekkert af því þar sem ég var svo þreyttur eftir alla útiveruna í gær og hafði því sofnað klukkan 7. En pabbi kom heim með kassann, já, og púslaði öll dótinu saman og um það leiti, eða á milli 10 og 11, þá vaknaði ég! Það var reyndar eins og mig hafi bara verið að dreyma. Ég var svo hissa að ég hafði eiginlega ekki tíma til að verða argur og fúll yfir því að hafa vaknað eins og ég verð venjulega þegar ég vakna svona.

Ég lék mér smá á nýju gröfunni minni, þó svo að plássið sé nú ekki mikið svona inni en svo varð ég bara þreyttur og vildi bara sitja hjá mömmu og pabba á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Svo fóru þau bara að sofa og ég fékk að sofa uppí hjá þeim.

Núna er kominn nýr dagur og ég ætla sko að vera úti í allan dag og leika mér!