Það er búið að vera svo gott veður hjá okkur hérna í Vogunum, og í gær var hitinn nálægt 18° sem er nú ekki algengt hjá okkur hérna á þessu horni landsins, og því síður í maí. Samt er ekki alveg fullkomið sólskin þar sem sólin er eitthvað að fela sig á bak við mystur. Það er nú svo sem í góðu lagi, alla vega var það það í gær. Ekki er víst að við, glærhvítingjarnir, hefðum einfaldlega meikað hitann ef sólin hefði haft fulla orku.

Það eru all nokkrar ljósmyndir sem hafa verið teknar þessa daga. Myndavélin var til dæmist fyllt tvisvar sinnum í gær (yfir 600 myndir / um 2 GB).

Við látum aðeins eina þeirra fylgja með núna en þegar fer að rigna getur verið að við komum með fleiri.