Ég fylgist reglulega með því hver er að skoða síðurnar mínar, hvaðan fólk kemur og hversu margar síður eru skoðaðar af hverjum og einum.
Þó svo að ég geti gert græjur og gert þetta allt án þess að nota utanaðkomandi þjónustur er ég með áskrift á teljara þjónustu sem kallast Sitemeter.

Á Sitemeter get ég fylgst með öllu því sem er að gerast á þeim síðum þar sem ég hef sett inn sérstakan kóða frá þjónustunni og meðal annars fylgst með umferð frá leitarvélum eins og Google og Yahoo.

Ég tók eftir í morgun (og hef raunar séð það áður) að fólk með erlendar IP-tölur er að koma á vefinn minn frá leitarvélum eftir að hafa slegið inn íslenska leitarstrengi. Oft á þetta sér eðlilegar skýringar, þar sem fólk er kannski að leita sér að uppskriftum eða einhverju slíku. Það sem vakti athyggli mína í morgun, og jafnframt pínulítin óhug, var heimsókn frá Tékkneskri IP-tölu sem kom frá leitarvél Yahoo. Leitar strengurinn sem þessi aðilli notaði var nefnilega, skrifaður upp á íslensku: í bað album’ og ég gat séð að þessi aðili skoðaði tvær síður.

Það leggur að mér sterkur grunur að þarna sé um að ræða heimsókn þar sem gesturinn var síður en svo velkominn. Gest sem kom í þeim tilgangi að svala sjúkum físnum sínum. Já, mig grunar að þarna hafi verið á ferð barnaperri í leit að einhverju til að svala fýsnum sínum. Þessi heimsókn hans á minn vef, var þó ekki honum til happs, þar sem hann lenti aðeins á forsíðunni hans Stefáns þar sem var verið að tala um baðferð eftir að hann útataði sjálfan sig og allt hans nánasta uphverfi í sósulit í júlí í fyrra. Þar voru eingar myndir nema afleiðingum skammarstriksins hans.

Þess skal getið að síðan mín var númer 235 og 236 í röðinni. Þetta þíðir að þessi vibbi hefur væntanlega verið búinn að skoða flestar síðurnar sem komu upp þar á undan… og ef erindið hefur verið það sem mig grunar, þá hefur hann örugglega ekki verið hættur…

Ég er að velta því fyrir mér hvort samtök barnaperra gefi út lista með leitarstrengjum á sem allraflestum tungumálum. Mig hryllir við þessari tilhugsun…. “samtök barnaperra”…allt sem þessu viðkemur…

OJ bara!

Ég ætla ekkert að fara að velta mér upp úr hugsunum um þennan óskapnað. Það vita flestir hversu ógeðfelt þetta er allt saman, og hversu mikið þessi viðbjóður fyllir mann reiði og hryllingi.