Oh hvað mig langar til að fara. Það er verstur andskotin hvað blankheitin eru að plaga mann… eða… öllu heldur hvað sumir eru óduglegir við að borga manni fyrir unna vinnu !

Það eru nokkrir þarna, sem koma til með að halda fyrirlestra á IceWeb, sem ég hef fylgst með í þó nokkurn tíma. Það er til dæmis alltaf gaman að lesa bloggið hennar Mollýar, og hver þekkir ekki Dave Shea og Eric Meyer? Uhm, kannski ekki þeir sem ekki eru í vefhönnun 😉 …en alla vega þá er líklega ekki sá manneskja í þessum fyrirlesarahóp sem ég hef ekki heyrt getið, nema þá kannski helst Íslendingurinn í hópnum.

…en héðan af, og með tilliti til fyrri vanefndra loforða um aura tel ég því miður ólíklegt að komast, nema ég setji bara gamla skó og gamlan fatnað á diskana, en af nógu er að taka þar á þessum bæ. Inni í skápum allstaðar…. og það ótrúlegasta er… -Hvernig í ósköpunum kommst allt þetta þarna inn?! …uhm, já ég er sem sagt í því núna þessa dagana að grisja smávegis fyrir uppkomandi flutning.

En alla vega þetta er skrifað með fúlu skapi og löngun til að hoppa upp og niður öskrandi eins og 4ra ára:

– Æ jji mamma! Mig laangaar svooo!!. –