Sjáið þið bara litla fallega “ömmubarnið” mitt. 😉 Núna er hún Marín orðin mamma, en það er búið að vera draumurinn hjá henni lengi að fá sér lítinn Ástargauk. Það er ekki alveg á hreinu ennþá hvort þessi sé strákur eða stelpa en hann/hún er bara 4ra-5 vikna.

Gaukurinn vill helst sitja á góðum aflokuðum stað eða framan á brjóstkassa eigandans og best er að fá að vera innan í peysunni og kúra og er ekkert vel við að þurfa að standa einn og sér einhverstaðar í þessum stóra og ógurlega heimi.