Það hefur kannski komið framm hér áður að henni Tinnu okkar finnst hún vera algjör prinsessa. Jú, kannski er hún það bara þessi elska. Meðfilgjandi mynd var tekin af henni um síðast liðna helgi, þar sem hún ákvað að hún væri manneskja.

Hann Stefán var að horfa á uppáhalds DVD diskinn sinn þessa stundina, The Incredibles og þar sem Tinna er mikil selskaps vera, þá vildi hún halda sig nálægt honum og því var það við hæfi að setjast bara í stofu sófan eins og fín dama.