Mig langar til að læra php. Ég kann eitthvað smá… mjög mjög lítið… en það er bara ekki nóg. Ætli maður geti ekki fundið einhvers staðar gott námskeið (helst fjarnám) í svoleiðis?

Já og svo langar mig líka að læra á flash. Einstaka sinnum þá tala ég í mig kjark og opna Macromedia Flash forritið en þá med det samme finn ég hvernig svitinn sprettur framm og…

“Úff – Hvar er ég? Hvert er ég að fara? Mig langar heim!”

Ég fálma eftir vini mínum exinu efst í hægra horninu og…. -púff- ….skrímslið horfið, jafn hratt og það birtist.