Ég gleymdi alveg….. sennilega vegna móðurkölkunnar (sjá blogg frá því fyrr í dag)… að tilkinna að ég er búin að fá nýja myndavél.

Um miðjan September komst karlinn minn að því, að ebay er eitthvað sem er spennandi og skemmtilegt, (sé það notað í hófi) og fór að bjóða í m.a digital myndavél sem virtist hin ágætasta. Karlinn áhvað að bjóða í gripinn en til að gera langa sögu stutta enduðu mál þannig að við fengum tilkinningu frá pósthúsinu núna fyrir helgi. Þar var myndavélin komin, alla leið frá Ástralíu, og beið þess að komast á nýja heimillið sitt…. Hún var auðvitað sótt í snatri og búin að vera þó nokkuð notuð síðan.

Gripurinn er af gerðinni Megxon C480 og er við fyrstu sýn frekar flókinn miðað við hina gömlu HP miða-og-skjóta myndavél, en með nokkurri tilrauna starfsemi ætti þó líklega að vera hægt að taka myndir á hana.