Stefán láttu vera !!!!

Þetta er sennilega það sem oftast er sagt hér á heimilinu þegar liðið er á daginn. Stefán er eins og aðrar heimsins skeppnur og verður lúinn og þreyttur þegar líður á daginn.

Ólíkt mörgum öðrum skeppnum slappast hann ekki, heldur fyllist fjöri, eða ærslum þegar hann þreytist og tætir af hjartans lyst.

Þar sem á heimilinu er allnokkur fjöldi eldri einstaklinga en Stefán eru allmargir tilbúnir að garga:

Stefán láttu vera !!!