Svefninn

Svefninn

Það er svo gott að sofa. Við gátum ekki stillt okkur um að taka þessa mynd af Tinnu þar sem hún lá og steinsvaf mitt í skarkalanum í kvöld.
Batavegurinn

Batavegurinn

Gleði og hamingja. Tinnu fer nú mikið fram á hverjum degi. Í dag fór hún út að ganga örna sinna ein og óstudd. Í gær þurfti hún hjálp til að stíga hvert skref. Við fórum líka í “göngutúr” í dag. Röltum ca 50 metra leið til systur minnar til að fá kaffi og...

Tinna komin heim

Tinna er komin heim af spítalanum. Með langan skurð niður lærið og umbúðir yfir liggur hún útúrdópuð í bælinu og horfir á einhverjar sýnir sem aðeins þeir þekkja sem hafa tekið undarlegar töflur einhverntímann á æfinni. Fólkið á dýraspítalanum hrósaði henni í bak og...

Stefán láttu vera !!

Stefán láttu vera !!!! Þetta er sennilega það sem oftast er sagt hér á heimilinu þegar liðið er á daginn. Stefán er eins og aðrar heimsins skeppnur og verður lúinn og þreyttur þegar líður á daginn. Ólíkt mörgum öðrum skeppnum slappast hann ekki, heldur fyllist fjöri,...

Tinna lengi lifi !!!!

Tinna fór í aðgerð í dag. Aðgerðin tók 3 og hálfan tíma, og var mjöðmin sett saman með stálplötu, og lærleggurinn einhvernveginn skrúfaður saman. Brotið í mjaðmarskálinni hafði ekki færst úr stað, og var ekkert átt við það. Það virðist því ljóst að Tinna litla tóri...