Skemmtilegasta dótið sem ég á er ekkert venjulegt dót. Það er nefnilega vinstri höndin mín. Ég get setið í stólnum mínum eða legið á bakinu og horft á höndina mína lengi lengi.

Höndin bara birtist allt í einu. Hún stóð beint út í loftið og ég tók eftir henni. Svo, stundum þá hreifist hún svoldið eða hverfur alveg. Hún hreifist hún svo skemmtilega stundum, svo á morgnanna áður en pabbi fer á fætur er líka gaman að leika við hann. Ég horfi á hann og brosi og tala við hann og hann opnar stundum munninn sinn alveg upp á gátt og ég reyni að setja höndina upp í hann.

Það var alveg rosalega merkileg uppgötvun þegar ég gerði þetta í fyrsta skipti. Ég varð alveg hissa og rak upp stór augu. Reindar verð ég enn svoldið hissa á sviðin þegar þetta tekst hjá mér þetta er nefnilega alveg svakalega erfitt.