Stefán og Anna fóru í sprautu í gær. Anna var að mæta í sína fyrstu sprautu en Stefán loksins að fara í 18 mánaða sprautuna. Læknirinn sagði að þau væru bæði algjör kúrfu börn… enda fylgja þau bæði meðal vaxtar-kúrfunum nákæmlega…

Stefán var nú ekkert sérstaklega hrifinn af því að láta vikta sig og hæðarmæla og varð bara hálf feiminn… Það tókst þó að lokum með aðstoð pabba sem gerið bara leik úr öllu saman. Drengur reindist vera orðinn 85.5 sentimetrar og 12.4 kíló. Það voru engin vandræði þegar læknirinn sprautaði hann og hann fór ekki einu sinni að gráta. Þó að Stefán kveinki sér ekki mikið ef hann meiðir sig…(hann verður frekar reiður eða segir bara “ái”) … þá held ég að það hafi verið lækninum að þakka að það komu engin tár…. Þessi læknir er nefnilega alveg frábær, ekki bara hvernig hann kemur fram við börnin heldur líka okkur foreldrana.

Anna var ekkert hrifin þegar hún fékk strautuna… enda erfiðara að fá hana til að hugsa um eitthvað annað því hún er svo lítil. Hún grét þó ekkert mikið greyjið…. Auðvitað var hún líka viktuð og hæðarmæld…. en hún var orðin 5300 grömm og 61.5 sentimetri.

Úff, það er hávaði á þessum bæ í augnablikinu og búið að vera þannig síðan á laugardaginn. Það er ekkert auðvelt að vera hérna og hlusta á glamrið í stofu hillunum og eldhússkápunum…. Maður á bara erfitt með að einbeita sér… þannig að ég læt þetta duga í bíli þótt það sé dáldið síðan ég skrifaði síðast.