Það er bara að verða tilviljun að ég skrifi eitthvað hérna… og alltaf byrjað á því að koma með afsakannir… Jææks

Það gerist svo lítið hérna sem hægt er að blogga um… Það er bara þetta venjulega í gangi…. Vera heima og sinna börnunum og vinna í tölvunni….

Síðasta föstudag fórum við með Önnu í 6 viknaskoðun og fórum svo í bæjinn…. Það er bara alltof sjaldan sem karlinn tekur sér frí úr vinnunni svona á virkum dögum…. Mín vegna mætti það vera oftar og mér finnst allt í lagi að hann vinni þá bara einn og einn dag um helgi í staðinn….

Á sunnudaginn kláraði karlinn að smíða skjólvegginn við gróðurhúsið…. Núna bíðum við bara eftir góða veðrinu… Það er búið að vera hálf leiðinlegt síðustu daga…. og annaðhvort er rigning eða alveg að fara að rigna…. eiginlega bara hálf haustlegt nema hvað að hitinn er kannski aðeins meiri…

Seinni part sunnudagsins komu svo Guðbjörg og Maggi með stelpurnar, Heiði og Brynhildi og mömmu… en þau höfðu ekki séð Önnu fyrr nema á mynd…. Þau komu með kvöldmatinn með sér sem var eldaður í ofninum… 😉