Ég er búin að segja mömmu að hún megi ekki gleyma að skrifa hérna. Ég gæti svo sem alveg skrifað sjálf en ég er bara alltaf úti að leika mér við vinkonur mínar. Kannski þegar mamma er búin að setja forritið sem ég þarf inn á tölvuna hennar Marínar, þá get ég farið að skrifa hérna. Núna segi ég henni bara hvað hún á að skrifa.

Ég fór til Danmerkur með Sigrúnu, Hildi, Írisi og Helgu… í svona stelpuferð. Það var alveg rosalega gaman og ég komst að því að drottningin í damörku er ekki bara svona ævintýra drottning …heldur bara alvöru kona.

Svo er ég líka búin að eignast littla systur. Hún er algört krútt. Ég sit stundum hjá henni og horfi á hana og svo horfir hún á mig til baka og meira að segja brosti hún til mín um daginn.

Núna er ég stóra barnið á heimillinu því að Helgi, Marín og Birkir eru öll einhverstaðar annarsstaðar…. Helgi er fyrir norðan að vinna hjá afa á Svalbó, Marín er í Danmörku með Valda að heimsækja Evu sína og Birkir er í sveitinni hjá afa og ömmu á Akri.