Ég fór í heimsókn til Óla frænda míns og Óskar konu hans um daginn og fékk að fara í heitapottinn þeirra. Mamma var með myndavélina sína og bæði mamma og pabbi tóku myndir af mér… Ég fékk líka að skoða marga bíla í heimsókninni og fékk meira að segja að leika mér með þá í heita pottinum.

Fyrst þegar ég fór ofan í pottinn vildi fullorðna fólkið setja kúta á handleggina mína en mér fannst bara ógeðslegt að hafa þá. Það var ekkert þægilegt að hafa þá utan um handleggina mína og ég setti bara upp svip og harðneitaði að hafa þá.

Ég var svoldið smeikur í heitapottinum en það lagaðist alveg þegar ég fékk bílana og svo í eitt skiptið fór bíllinn alveg út í miðjan pottin og þá gleymdi ég alveg að halda mér og fór á bólakaf en það var allt í lagi því að fullorðnafólkið var alveg rétt hjá mér og pabbi minn gat hjálpað mér aftur upp að bakkanum…. og ég hélt bara áfram að leika mér…

Svo þegar ég var kominn uppúr og búið að klæða mig aftur í fötin fór ég að hjálpa Óla að slá garðinn… Þegar það var búið langaði mig aftur í pottinn og ég fór með tærnar ofaní hann en fattaði þá að ég var í fötunum og sokkurinn minn varð rennandi blautur. 🙁 Því var nú sammt bjargað, bara með að setja sokkinn minn í þurkarann svo að ég þurfti ekki að fara í honum blautum heim.