Það er allt of langt síðan ég hef skrifað… og ég sem ætlaði að vera svo dugleg við þetta… Annars er ég búin að vera að reyna að endurbæta grafík síðuna mína til að gera hana auðveldari í notkun… mest fyrir mig (þegar ég er að bæta við settum og svoleiðis) en auðvitað fyrir gestina líka…. Ég er ekki búin að þessu… langt í frá…. Það er dágóður slatti af vinnu eftir…. og ég er ekkert að fýta mér heldur…. þar sem ég hef alveg nóg annað að gera líka…. bæði í tölvunni og á heimilinu.

Hún Anna litla er líka búin að vera svoldið ervið upp á síðkastið… fyrst var það kvefið sem hrjáði hana og nú er hún alltaf að vakna og gráta vegna magaverkja…. Ef ég legg höndina á magan hennar… þá get ég fundið fyrir loftinu hlaupa um þar inni 🙁 …og svo herpist littla greyjið saman og vælir….. 🙁 Þetta er svona allan dagin (nema þegar ég held á henni og hún er á hreyfingu) en ekki á nóttinni….

Pabbi hennar ætlar að koma við í apótekinu og fá handa henni einhverja dropa sem Hildur frænka hennar mæti með sem eiga að hjálpa henni með þennan ynnri vindgang… Hún sefur vært alla nóttina… og í gærkvöldi var hún sofnuð fyrir klukkan 11 og vaknaði ekki aftur fyrr en klukkan 7…..