Ég er búinn að vera smá lasinn, með ælupest og með ó ó í mallanum mínum. Mér finnst undarlegt hvernig allt getur bara komið út úr munninum mínum bara svona allt í einu. Og ég geri ekki neitt… þetta bara kemur! Ég verð að segja að þetta er alveg stórfurðulegt og alls ekkert gaman. Annars er þetta að lagast og ég er bara með smá niðurgang ennþá. Vonandi æli ég ekkert meira… OJ bara!

En… ég hef svoldið skemmtilegt að segja ykkur. Hann Eggert frændi minn og hún Guðrún mín eignuðust lítin strák síðasta föstudag, eða 20. maí. Ég er ekki búin að sjá hann ennþá nema bara á mynd í tölvunni hennar mömmu en hann er voða sætur, alveg eins og hún Anna, litla systir mín.

Til hamingju Eggert og Guðrún!! …og velkominn í heiminn litli frændi 🙂