Í morgun kom kona í heimsókn til þess að vikta mig og skoða mig. Hún sagði að ég væri fín stelpa og að ég er dugleg að stækka. Þegar hún Anna Rut, ljósmóðir, kom um daginn var ég 3555gr og núna 5 dögum síðar er ég orðin 3700gr.

Hann Stefán stóri bróðir minn þurfti að sína henni alla bílana sína og þau töluðu heilmikið saman. Hún sagði líka að hún atlaði að koma aftur næsta föstudag eftir viku og gá hvað ég hef stækkað mikið þá.

Þegar konan var farin gaf mamma mér að drekka og svo sofnaði ég. Þá áhvað mamma að fara inn í eldhús að baka skúffuköku en ég vaknaði og vildi fá að tala við einhvern. Vegna þess að mamma var upptekin við að baka sagði hún Birki, stórabróður mínum að fara og tala aðeins við mig. Hann kom til mín og við horfðumst í augu í smá stund og svo varð ég bara svo þreytt að ég sofnaði. …En ekki nóg með það Birkir sofnaði líka…

“Anna

Sjáiði bara! Mamma tók mynd af okkir þar sem við liggjum bæði sofandi í pabba og mömmu rúmi. 🙂