Núna er hún mamma að vinna í því að breyta síðunni minni og laga hana smávegis til þar sem ég er nú ekki lengur “bumbulingur”.

Þið hafið eflaust tekið eftir því að ég er fædd og að ég er stelpa, og ef til vill að ég heiti núna Anna, alveg eins og hún Anna amma mín í sveitinni. Og meira að segja heitum við báðar Anna Hjartardóttir!

Ég geri ekkert voðalega margt ennþá annað en að sofa, kúka og drekka mjólk úr mömmu. Það sem mér finnst mest gaman að gera er það þegar mamma tekur af mér bleyjuna og leifir mér að sprikkla dálítið. Það er sammt ekki gott að vera ber lengi því þá verður mér bara kallt, en það er ofboðslega gaman.

Mamma segir að ég sé sú eina af sistkynum mínum sem þykir þetta gaman en þegar þau voru á mínum aldri vildu þau ekkert vera ber og grenjuðu bara ef þau voru það.