Vitið bara hvað? Ég er orðinn stóri bróðir!

Ég er ekki alveg að skilja hvernig þetta gerðist en mamma og pabbi og systkini mín eru búin að vera að tala um að það hafi verið barn inni í bumbunni á mömmu, og svo núna þá segja þau að barnið sem liggur inni í litla rúminu, inni í pabba og mömmu herbergi sé barnið sem þau voru að tala um allan timan, en núna er það bara ekki lengur inni í bumbunni…

…Úff þetta er allt svo undarlegt…

En hún er nú annars svoldið sæt og hún er með flott augu og flott nef og flott eyru…. og ég veit alveg hvað eyra, nef og auga er og kann meira að segja að segja öll þessi orð… Svo veit ég líka hvar hárið er og allt…

Mér finnst líka gaman að segja öllum hvar á þeim augun, hárið nefið og eyrun eru…. líka Önnu, littlu systur… Samt verð ég að passa mig að pota ekki fast. Þá verða allir í kringum mig svo skrítnir, en Anna er nú bara alveg voðalega lítil og svarar ekki einu sinni þegar ég segji hæ við hana.