Littli bumbubúinn virðist ætla að halda sig inni í hlýjunni aðeins lengur… en áætlaður fæðigardagur var síðastliðinn laugardag.

Nú hringja ættigjarnir í stríðum straumum… a.m.k einu sinni á dag… og spyrja hvort ekki sé nú komið barn. …Best er þegar þau spyrja ‘Ætlar þú ekki að fara að koma þessu barni út? Þú verður að fara að drífa þig!’

‘hmmm…’

…ég veit ekki betur en að þetta fari bara af stað svona af sjálfu sér (allavega í flestum tilfellum og öllum fyrri fæðingum sem ég hef tekið þátt í)… og ekki þegar ég vil að það geri það.

Margar konur fara út að ganga, ganga jafnvel upp og niður stiga, eða nota önnur ráð til að koma þessu af stað. Mín reinsla er hinsvegar sú að það gerir ekkert fyrir mig nema ef vera skildi að fresta hlutunum. 😐

Ég skal alveg játa það, að það væri nú gaman að fá að sjá littlu dúlluna með berum augum, og geta jafnvel lagt hana frá sér og þurfa ekki að bera hana um allt… en það gerist á endanum… bara að vera bíða og vera þolinmóð.