Vitiði það að núna er bara stutt í það að ég fari að fæðast? Mamma er nú samt ekkert farin að finna neitt ennþá, en samkvæmt því sem bæði konan og maðurinn sem kíktu á mig í sónarnum sögðu, þá á ég að fæðast um það bil 7. maí. Núna er bara svo stutt í þennan dag þannig að allt getur skéð.

Pabbi er farinn að spyrja mömmu hvort hún ætli ekki að fara að hleypa mér út vegna þess að hann langar svo til að sjá mig og fá að halda á mér og svoleiðis, og segir að mamma eigi að fara að hætta þessarri einokunnarstarfssemi með mig. Hún fær nefnilega að halda á mér allan daginn og finna fyrir því þegar ég sparka og hreyfi mig innan í bumbunni.

Í gær sat mamma og horfði á sjónvarið og ég var að sparka með fótunum mínum. Þá allt í einu varð uppi fótur og fit því að Melkorka, sem sat við hliðina á mömmu, sagði að það væri há bunga á bumbunni á mömmu. Það var nú bara vegna þess að ég var að hreyfa mig og rak fótinn minn alveg eins langt út í loftið og ég gat.

Ég hef ekki mikið meira að segja núna en þið skuluð fylgjast vel með heimasíðunni hennar mömmu hérna á Vefrúnu vegna þess að þegar hún fer á fæðingar deildina ætlar hún að taka með sér gemsan sinn og taka mynd af mér þegar ég er komin út og senda hana á síðuna. Þannig getið þið séð hvernig ég lít út fljótlega eftir að ég fæðist.