Það er orðið allt of langt síðan ég skrifaði hérna svo það er líklegast komin tími til að bæta úr því.

Annars er ég búin að vera að vinna í að reyna að klára tuttugu stykki af útlitum fyrir einn viðskiptavininn minn svo að ég hef lítið annað gert. Á föstudaginn byrjaði ég nú samt að gera nýtt útlit fyrir Vefrúnu og endur hanna síðuna nokkuð, en það er ekki alveg tilbúið enn þá svo að ég er ekki búin að setja það upp.

Melkorka kom heim frá Danmörku á laugardaginn, hæst ánægð með ferðina þó að það hafi ekki verið eins hlýtt veður þar eins og það er búið að vera hérna.

Húsbóndanum tókst að sjóða járnin undir svalirnar á stofunni svo að nú má bara fara að grafa út úr kjallaranum… Ehm… það er þó mikil vinna í þessu öllu saman en okkur vandar sárlega pláss undir alla þessa risa famelíju.

Eins og venjulega um helgar fórum við í matar innkaupaleiðangur og meðal annars keyptum við ‘gott á grillið’ og því grilluðum við hamborgarahryjjasneiðar í gærkvöldi. Eggert og Guðrún fengu líka að nota grillið með okkir og svo komu líka Goggi og nýji hundurinn hans hún Kleópatra komu nákvæmlega á réttum tíma til að fá bita með okkur.