Ég vaknaði í morgunn með augun mín alveg límd aftur með hori.

*Agkhh* Mér finnst hor vera hálf ógeðslegt og þegar það lekur mikið úr nefinu á mér, sérstaklega ef það fer á snuðið mitt þá bið ég mömmu um að þurka það eða að hún rétti mér bréf og ég þurka það bara sjálfur.

Ég er nefnilega búinn að vera svoldið kvefaður í nokkra daga en í morgun var ég líka með hita og bara kúrði í rúminu dágóða stund.

Núna líður mér þó betur og ég er búin að borða heil ósköp af seriosi og svo fékk ég líka smá gulrót að naga og vel að drekka.