…og þá er kominn mánudagur.
Á laugardaginn komu afi og amma að norðan og við vorum búin að bjóða þeim í mat. Við þurftum að því bruna í bæjinn á laugardagsmorguninn og versla í matinn og einnig kaupa fermigarkort og pappír fyrir sunnudaginn, en við vorum boðin í fermigarveislu hjá henni Heiði uppi á Skaga.

Þegar við komum heim úr verslunnar ferðinni á laugardag var bara faríð í það að taka til í húsinu og auðvitað undirbúa matinn… en við höfðum ákveðið að hafa bara lambalæri í matinn. Svo komu gestirnir, amma og afi, og Signý. Valdi og Marín komu líka en þegar þau vita af einhverju góðu í matinn láta þau sig sko ekki vanta 😉

Á sunnudeginum var ekið upp á Skaga. Helgi Fannar hitti okkur í veislunni og virtist hann hafa haft mjög gaman að Norðan verðinni. (psst: jafnvel orðið smá “skotinn”)

Fermigarveislan var flott og fín og fermigarbarnið líka… En hér eru nokkrar myndir af skvísunni.