Ég verð að játa það að hún mamma er ekkert voðalega dugleg að uppfæra dagbókina mína. En þar sem að stóru sistkyni mín eru svo dugleg að tala allskonar myndir af mér þá bara verður hún mamma að láta ykkur vita af því og að hún var að setja nokkrar í albúmið mitt.

Núna á eftir erum við að fara í afmæli til hennar Írisar Aspar frænku minnar en hún ætlar að halda smá afmælis veislu í sveitinni hjá ömmu okkar og afa á Akri. Hún Íris er 6 ára og byrjuð í skóla og allt.