…það er smá líf í okkur – en bara smá –

Eins og er eru strákarnir, Helgi og Birkir við sveitastörf hjá ömmu sinni og afa á Akri í Hvolhreppi.

Marín og Melkorka eru bara heima. Melkorka er úti að leika sér allan dagin við vinkonur sínar en Marín er svakalega dugleg að aðstoða mömmu sína sem er orðin þreytt á að bera þessa stóru bumbu allan daginn.

Annars er það fjölskyldu faðirinn sem er líklega “aktívastur” af öllum. Það er mikið að gera í vinnunni hjá honum þessa dagana. Samt er hann er búinn að snurfussa þakkantinn á bílskúrnum, sem var áður bara sperrurnar berar… og byrjaður að smíða gróður hús í garðinum… auk þess sem að vera alltaf að gera við og betrum bæta hitt og þetta á heimilinu. Það er jú munur að eiga bílskúr og góðan verkfærakassa.